spot_img
HomeFréttirOddur Birnir á Basketball Without Borders

Oddur Birnir á Basketball Without Borders

 
Körfuboltabúðirnar Basketball without Borders hefjast í dag í Barcelona á Spáni. Oddi Birni Péturssyni, leikmanni Njarðvíkur, er boðið í búðirnar og er hann mættur til Barcelona. Í ár er leikmönnum fæddum 1993 og síðar boðið en efnilegum leikmanni frá hverju Evrópulandi er boðið. www.kki.is greinir frá. 
Basketball without Borders er samstarfsverkefni NBA og FIBA en það hófst árið 2001 og en þetta eru níunda búðirnar. Oddur Birnir er ekki fyrsti leikmaður frá Íslandi til að fara í þessar búðir en Haukur Helgi Pálsson fór fyrir tveimur árum.
 
Fréttir
- Auglýsing -