spot_img
HomeFréttirOddaleikur: Ingi Þór "Frábært fyrir okkur hlutlausu aðilana að fá hreinan úrslitaleik"

Oddaleikur: Ingi Þór “Frábært fyrir okkur hlutlausu aðilana að fá hreinan úrslitaleik”

Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilin. Það sem af er einvígi liðanna hafa þau skipst á að vinna útileikina, þannig að Valur hefur í tvígang unnið í Síkinu og Tindastóll hefur unnið báða leiki sína í Origo Höllinni. 

Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.

Karfan hafði samband við Inga Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfara Stjörnunnar og spurði hann út í einvígið og hvernig hann sér leik kvöldsins spilast.

Hvernig finnst þér einvígið hafa spilast, við hverju er að búast í þessum oddaleik?

“Einvígið er búið að vera áhugavert, manni líður eins og Tindastóll séu alveg með þetta, allt með þeim og frábær stemmning en svo koma Valsarar, halda haus og sýna gæði ásamt því að fá framlag úr öllum áttum. Það er frábært fyrir okkur hlutlausu aðilana að fá hreinan úrslitaleik sem verður einhver epic.”

Hvernig fer leikurinn?

“Ég spái framlengdum leik eftir sveiflur í venjulegum leiktíma. Liðið sem stjórnar spennustiginu á réttan hátt í leiknum sigrar”

Fréttir
- Auglýsing -