Grindavík hefur nælt sér í nýjan bandarískan leikmann og kom hann til landsins í gær. Kappinn heitir Jeremy Kelly og hefur að undanförnu spilað í D-deildinni svokölluðu sem er einskonar undirdeild NBA. www.umfg.is greinir frá.
Jeremy hefur komið við í Evrópu, t.d. í Pro-A deildinni í Frakklandi. Jeremy er leikstjórnandi og er um 192 cm að hæð en Dre Smith sem lék með Grindavík þangað til fyrir stuttu, var rétt rúmir 180 cm.
Jeremy lenti snemma í gærmorgun og var mættur á sína fyrstu æfingu kl. 9 og leist mönnum ansi vel á hann og sérstaklega ef mið var tekið af stutti viðveru hans á klakanum eftir langt og strangt ferðalag.
Mynd/ Helgi Jónas þjálfari Grindavíkur er kominn með nýjan leikstjórnanda, í stað Smith kom Kelly.