spot_img
HomeFréttirNýliðarnir með heimaleik í fyrstu umferð

Nýliðarnir með heimaleik í fyrstu umferð

12:40

{mosimage}
(Frá blaðamannafundi vegna IE-deildanna í fyrra)

Í vikunni var dregið í töfluröð í Iceland Express deildunum og 1. deild karla. Töfluröðin ákvarðar hvaða lið mætast í hverri umferð. Nýliðarnir í Iceland Express deild karla, Þór Akureyri og Stjarnan, fengu heimaleiki í fyrstu umferð.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, dró í töfluröðina. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða röð liðin í Iceland Express deild karla komu upp úr skálinni.

1 Þór Ak
2 UMFN
3 Keflavík
4 KR
5 Stjarnan
6 Hamar
7 Tindastóll
8 Skallagrímur
9 Fjölnir
10 UMFG
11 Snæfell
12 ÍR

Í fyrstu umferð deildarinnar munu því verða eftirfarandi leikir:

Stjarnan – Skallagrímur
Hamar – Tindastóll
Þór Ak. – ÍR
Keflavík – UMFG
KR – Fjölnir
UMFN – Snæfell

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -