Í kvöld hefst sjöunda umferðin í Domino´s deild karla þar sem nýliðar Tindastóls geta komist í toppsæti deildarinnar ásamt KR en Keflvíkingar eru væntanlegir í Síkið og von á hörkuleik! Alls fara fjórir leikir fram í kvöld, einn annað kvöld og á mánudag er sjónvarpsleikur þegar KR og Haukar mætast í DHL Höllinni.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla:
Njarðvík – Snæfell
ÍR – Grindavík
Tindastóll – Keflavík
Stjarnan – Fjölnir
Þá er einn leikur í 1. deild karla þegar ÍA tekur á móti FSu á Vesturgötunni á Akranesi.
Mynd/ Helgi Rafn og Tindastólsmenn taka á móti Keflavík í kvöld.