spot_img
HomeFréttirNý vefsíða: NBAblogg.com í loftið

Ný vefsíða: NBAblogg.com í loftið

16:41
{mosimage}

Ný NBAblogvefsíða er komin í loftið undir léninu www.nbablogg.com en síðan mun fjalla um ýmis mál tengd hinni sívinsælu NBA deild í Bandaríkjunum. Fjölmiðlamaðurinn Baldur Beck hélt á síðustu leiktíð úti blogsíðu um NBA deildina og náði síðan miklum vinsælum en Baldur lokaði síðunni snöggtum fyrir lok leiktíðarinnar í NBA deildinni á síðustu leiktíð og sá ekki ástæðu til að halda henni úti.

Á www.nbablogg.com er svæði tileinkað Fantasy-deildinni í NBA þar sem áhugafólk um NBA deildina getur keppt sín á milli í að stýra úrvalsliði skipuðu leikmönnum í deildinni. Fantasy-deildin verður vinsælli með hverju árinu og fjöldi Íslendinga tekur þar þátt.

Karfan.is hvetur áhugasama til að líta inn á nýju síðuna og kynna sér það sem þar er í boði.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -