KKÍ heldur nú áfram með flokkinn „Frægar Flautukörfur" en um er að ræða eftirminnilegar flautukörfur í íslenskri körfuboltasögu. Önnur karfan sem KKÍ birtir er hin magnaða sigurkarfa sem Pálmar Sigurðsson skoraði í Laugardalshöllinni gegn landsliði Noregs í apríl í C-riðli Evrópukeppninnar en sigurinn tryggði Íslandi sæti í B-riðli í fyrsta skipti.
Fimm lið léku með Íslandi í riðlinum, Portúgalir, Skotar, Írar og Norðmenn. Fyrir leikinn voru Norðmenn með þrjá sigra en Ísland tvo, hafði tapað gegn Portúgal. Íslendingar urðu efstir í riðlinum með betri stöðu innbyrðis gegn Norðmönnum.