12:00
{mosimage}
Um síðustu helgi var haldinn fundur í Sofia í Búlgaríu þar sem var kynnt ný sameiginleg deild, BIBL, Balkan International Basketball League, sem er 12 liða deild liða frá Grikklandi, Serbíu, Rúmeníu, Makedóníu og Búlgaríu. Keppni í deildinni hefst í fyrsta skipti í haust og hefur hún hlotið samþykki FIBA Europe.
Nú þegar er komið í ljós hver níu af liðunum tólf verða. Frá Búlgaríu verða Levski og Cherno More Eurohold, frá Serbíu Mega Aqua Monta Belgrade og Swissolin Takovo Vrsac, frá Makedóníu verða þrjú lið, KK Fersped Rabotnicki Skopije, Feni Industries og Strumica 2005, frá Rúmeníu verða Búkarestliðin tvö, Dinamo og Rapid. Það kemur í ljós á næstu dögum hvaða tvö lið koma frá Grikklandi og síðasta sætið er Wild-Card sem verður útnefndt 5. júlí.
Hægt er að fræðast nánar um deildina hér.
Keppnin hefst svo 8. október.