spot_img
HomeFréttirNowitzki áfram í Dallas – þiggur lægri laun til að styrkja liðið

Nowitzki áfram í Dallas – þiggur lægri laun til að styrkja liðið

Dirk Nowitzki leikur áfram með Dallas en talið er að hann og félagið hafi komist að samkomulagi í gær. Samningar verða undirritaðir á fimmtudag en 8. júlí er fyrsti dagurinn sem leikmenn mega skrifa undir samning samkvæmt reglum NBA.
Samningurinn sem er til fjögurra ára og talið e að hann sé um 80 milljónir dollara virði. Samkvæmt reglum um launaþakið hefði Nowitzki getað heimt allt að 96 milljónum dollara á samningstímanum en hann vill að félagið noti mismuninn í að styrkja liðið og það er ljóst að Mark Cuban, eigandi Dallas, mun ekki sitja á þessum aurum og mun nota þá í að styrkja liðið.
 
Eitt ákvæða samningsins sem hefur lekið í fjölmiðla er að ekki mega skipta Nowitzki á samningstímanum a.m.k. ekki án hans samþykkis. Aðeins leikmenn sem eru að skrifa undir nýja samninga en ekki framlengja gilandi samning geta krafist þessa ákvæðis. Einnig verða leikmenn að hafa leikið átta ár samfellt í NBA-deildinni og þar af fjögur ár í röð með því félagi sem þeir eru að gera samning við. Aðeins einn annar leikmaður í NBA er með þetta ákvæði en það er Kobe Bryant.
 
Þá er enn einn stóri bitinn á markaðnum farinn.
 
Mynd: Stuðningsmönnum Dallas verður létt að Þjóðverjinn skrifar undir nýjan samning
 
Fréttir
- Auglýsing -