11:08
{mosimage}
Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 9 stig í dag
U18 ára stelpur töpuðu þriðja leik sínum á NM í Solna í morgun þegar þær öttu kappi við Dani. Stelpurnar byrjuðu mjög vel og komust í 11-3 og 16-6 en þá vöknuðu þær dönsku og í loks fyrsta leikhluta leiddi Ísland 18-16 og jafnt var á með liðinum í hálfelik. Íslensku stelpurnar byrjuðu vel í þriðja leihluta og leiddu 41-38 þegar 4:39 voru eftir af þriðja leikhluta en þá skoruðu þær dönsku 12 stig í röð á 2 og hálfri mínútu og þar með var þetta orðið strembið fyrir þær íslensku og fóru leikar svo að lokum að þannig að þær dönsku skoruðu 76 stig gegn 52 íslenskum stigum.
Unnur Tara Jónsdóttir var stigahæst með 11 stig auk þess að stela 5 boltum en Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 9 stig. Íslensku stelpurnar mæta þeim norsku í fyrramálið klukkan 7 að íslenskum tíma og er það úrslita leikur um að komast í bronsleikinn. [email protected] Mynd: Snorri Örn Arnaldsson