spot_img
HomeFréttirNM U18 ka: Sárt tap gegn Norðmönnum

NM U18 ka: Sárt tap gegn Norðmönnum

18:53

{mosimage}

Nú er nýlega lokið leik Íslands og Noregs í keppni U18 ára drengja á NM í Solna og fóru íslensku strákarnir illa að ráði sínu og töpuðu 58-68 eftir að hafa leitt í hálfleik og alveg framundir lok þriðja leikhluta. Þá hrökk allt í baklás og liðið skoraði ekki stig í tæpar 8 mínútur en á meðan skoruðu Norðmenn 17 stig. Þar með voru Norðmennirnir komnir með 11 stiga forystu og 4 mínútur eftir og þennan mun náðu Íslendingar aldrei að minnka að ráði.

  Þröstur Jóhannsson og Rúnar Erlingsson voru stigahæstir með 13 stig hvor en auk þess tók Þröstur 13 fráköst. 

Liðið á nú eftir tvo leiki, gegn Finnum og Svíum.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -