spot_img
HomeFréttirNM U18 ka: Fimmta sætið staðreynd

NM U18 ka: Fimmta sætið staðreynd

10:46

{mosimage}

Rúnar Ingi Erlingsson var frákastahæstur með 8 fráköst 

 

Því miður tókst U18 ára strákunum ekki að vinna Svíana í dag. Eftir að hafa leitt lengst af í leiknum sprungu strákarnir á limminu og Svíarnir tryggðu sér 10 stiga sigur og sá munur gefur enga mynd af leiknum. Liðið lenti í villuvandræðum í lokin og fengu þeir Elías Kristjánsson og Örn Sigurðsson báðir 5 villur auk þess sem Þröstur Jóhannsson var kominn með 4 villur snemma í fjórða leikhluta.

 

Þröstur var stigahæstur með 17 stig en Hjörtur Einarsson skoraði 14 og þá var Rúnar Erlingsson með fína tölfræðilínu, skoraði 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

 

Liðið hefur þá lokið þátttöku sinni í mótinu þetta árið og endar í 5. sæti.

 

[email protected]

 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -