spot_img
HomeFréttirNM: Tap fyrir Norðmönnum

NM: Tap fyrir Norðmönnum

{mosimage}
(Alma Rut skoraði 13 stig – mynd: SÖA)

Íslenska 16 ára landslið kvenna tapaði með einu stigi, 46-47, gegn Norðmönnum á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð. Íslenska liðið var með frumkvæðið nánast allan leikinn en Norðmenn tryggðu sér sigurinn í lokin og þar með er ljóst að íslensku stelpurnar spila sinn síðasta leik í mótinu í kvöld gegn Finnum og enda í 5. og síðasta sæti.

Norðmenn komust í 0-4 og 5-8 en þá áttu íslensku stelpurnar sinn besta sprett í leiknum þegar þær skoruðu 9 stig í röð og komust 14-8 yfir. Ísland var með 3 stiga forskot eftir 1. leikhluta, 17-14, og var einu stigi yfir í hálfleik, 26-25. Íslenska liðið hélt síðan naumri forustu í þriðja leikhluta og var yfir, 35-33, eftir hann. Slæmur fimm mínútna kafli í upphafi fjórða leikhluta sem Norðmenn unnu 10-2 og komust yfir 37-43 reyndist íslenska liðinu síðan of stór biti að kyngja. Boltinn vildi hreinlega ekki ofan í á æsispennandi lokamínútum leiksins.

Tapið í dag var mjög svekkjandi fyrir íslensku stelpurnar og það verður verðugt verkefni fyrir Yngva Gunnlaugsson þjálfara að rífa liðið upp fyrir leikinn gegn Finnum sem hefst klukkan 19.00 í kvöld að íslenskum tíma.

Ísland-Noregur 46-47 (17-14, 26-25, 35-33)
Stig Íslands:
Alma Rut Garðarsdóttir 13 (12 fráköst, 3 stolnir), Hafrún Hálfdánardóttir 9 (3 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9 (16 fráköst, 7 varin), Ingibjörg Jakobsdóttir 4 (6 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolnir), Klara Guðmundsdóttir 3.

kki.is

Fréttir
- Auglýsing -