spot_img
HomeFréttirNM: Fyrsti leikurinn að hefjast

NM: Fyrsti leikurinn að hefjast

{mosimage}

Íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik í dag kl. 16:00 á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.

Andstæðingarnir í fyrsta leik eru Finnar og svo mæta Íslendingar Svíum á morgun. Á föstudag er leikið gegn Noregi og fjórði og síðasti leikurinn í mótinu er gegn frændum okkar Dönum.

Byrjunarlið Íslands í leiknum er þannig skipað: Jakob Sigurðarson, Logi Gunnarsson, Jón Nordal Hafsteinsson, Egill Jónasson og Friðrik Stefánsson.

Fréttir
- Auglýsing -