Ísland spilar sinn þriðja leik á Eurobasket í dag kl 10:45 á Íslenskum tíma. Andstæðingur dagins er Frakkland sem varð fyrir mikilli blóðtöku í sumar þegar margir leikmenn liðsins hafa þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þá hefur helsta stjarna frakka Tony Parker lagt landsliðsskónna á hilluna en hann leiddi liðið til sigurs á Eurobasket 2013.
Njósnadeild Karfan.is hefur legið yfir andstæðingum dagsins og skilaði af sér skýrslu í rétt tæka tíð fyrir fyrsta leik. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar um andstæðing dagsins:
Leikmannahópur Frakklands á Eurobasket 2017:
Thomas Heurtel (Barcelona– PG) 68 leikir
Antoine Diot (Valencia – PG) 55 leikir
Leo Westermann (CSKA – PG) 72 leikir
Nando De Colo (CSKA – G) 52 leikir
Evan Fournier (Orlando Magic – SG) 68 leikir
Edwin Jackson (Guangdong – SG) 32 leikir
Axel Toupane (Zalgiris – SF) 36 leikir
Boris Diaw (Utah Jazz – PF) 73 leikir
Louis Labeyrie (Zalgiris – PF) 35 leikir
Kevin Seraphin (Indiana Pacers – C) 49 leikir
Joffrey Lauvergne (San Antonio Spurs – PF/C) 70 leikir
Vincent Poirier (P. Levallois – C) 41 leikir
Meðalaldur liðs: 26.8 years
Fjöldi leikmanna á aldrinum 20-25 ára: 2 leikmenn
Fjöldi leikmanna á aldrinum 25-30 ára: 8 leikmenn
Fjöldi leikmanna eldri en 30 ára: 2 leikmenn
Yngsti leikmaður liðsins: Vincent Poirier, 23 ára
Elsti leikmaður liðsins: Boris Diaw, 35 ára
Meðalhæð hópsins: 200.6 cm
Minnsti leikmaður liðsins: Thomas Heurtel – 1.88 cm
Hæsti leikmaður liðsins: Vincent Poirier– 2.13 cm
Æfingaleikir Frakklands í undirbúning fyrir Eurobasket: (6-2)
05 ágúst: Frakkland-Túnis 67-53
08 ágúst: Frakkland-Króatía: 87-92
10 ágúst: Frakkland-Litháen: 98-77
15 ágúst: Frakkland-Litháen: 71-96
18 ágúst: Frakkland-Belgía: 85-60
19 ágúst: Frakkland-Svartfjallaland: 100-70
20 ágúst: Frakkland-Ítalía: 88-63
27 ágúst: Frakkland-Þýskaland: 85-79
Fjarverandi leikmenn eða á meiðslalista:
Nicolas Batum, Rudy Gobert, Charles Kahudi, Timothe Luwawu, Florent Pietrus, Fabien Causeur, Moustapha Fall og Mickael Gelabale eru allir meiddir. Auk þess hefur Tony Parker lagt landsliðsskónna á hilluna.
Lykilleikmaður:
Evan Fournier – Orlando Magic
Fournier er 25 ára gamall bakvöður sem hefur leikið í NBA deildinni í fimm ár. Hann var valinn númer 20 í nýliðavalinu 2012 en hann kom beint frá Poitiers í frönsku A-deildinni. Hann lék tvö tímabil með Denver Nuggets áður en hann fór til Magic í skiptum fyrir Aaron Afflalo sem er einmitt núverandi liðsfélagi hans hjá Orlando en Afflalo sneri aftur þangað í sumar. Fournier fékk stóran samning hjá Orlando síðasta sumar og hefur verið gríðarlega vaxandi í sínum leik síðustu tvö ár.
Fournier er frábær skytta en hann er með 44,4% nýtingu í mótinu hingað til. Hann er hávaxinn og getur varist hærri mönnum. Hann gæti reynst vörn Íslands erfiður þar sem það er auðvelt að finna lægri mann í skipti vörn Íslands. En hvað sem þið gerið ekki googla Evan Fournier.
Hverjum á að fylgjast með:
Nando De Colo – CSKA Moscow
De Colo er leiðtoginn í hópnum í dag. Leikmaður sem hefur farið nokkuð undir radarinn hjá Íslendingum en hann lék einungis tvö tímabil í NBA deildinni og þá ekki í stóru hlutverki. Er einn allra besti leikmaður evrópuboltans í dag. Hefur verið valin í úrvalslið Euroleague síðustu tvö ár og vann titilinn og valinn MVP árið 2016 í þeirri deild.
Hann hefur verið frábær með landsliðinu í sumar og var með 16,8 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í undirbúningsleikjum Frakklands fyrir mótið. De Colo getur skapað mikið, er áræðinn og frábær sendingamaður. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með honum spila körfubolta og algjör forréttindi að horfa á hann gegn Íslandi.
Styrkleikar og veikleikar:
Styrkleikar liðsins liggja í sóknarleiknum. Franska liðið spilar hratt með mikið flæði og hafa mörg vopn. Bakverðir liðsins eru snöggir og gríðarlega hæfileikaríkir eins og Thomas Heurtel, Nando De Colo og Evan Fournier. Leikmenn hafa mikla trú á sér og ætla sér á verðlaunapall á mótinu. Skellurinn í fyrsta leiknum gegn Finnlandi virðist hafa vakið liðið sem lék virkilega vel á móti Grikklandi í gær.
Varnarleikurinn hefur verið óstöðugur hjá liðinu í sumar. Liðið hefur fengið á sig yfir 90 stig í nokkrum leikjum allt í það að skella í lás og halda liðum undir 60 stigum. Hæðin í liðinu er frekar lítil í þetta skipti en leikmenn á borð við Alexis Ajinca, Rudy Gobert eða Joakim Noah sem hafa verið með liðinu á síðustu stórmótum eru allir frá. Miðherjar liðsins þeir Joffrey Lauvergne og Kevin Seraphin eru báðir rétt um tvo metra en Vincent Poirier er hæstur en er nokkuð óvænt í hópnum.
Heimildir / Eurohoops.net og bebasket.fr
Mynd / FIBA