spot_img
HomeFréttirNjósnadeildin: Allt sem þú þarft að vita um Finnland

Njósnadeildin: Allt sem þú þarft að vita um Finnland

Ísland spilar sinn síðasta leik á Eurobasket í dag kl 17:45 á Íslenskum tíma. Andstæðingur dagins er Finnland sem hefur komið verulega á óvart á mótinu og unnið þrjá af fjórum leiknum sínum. Í liðinu er helsta stjarna evrópsks körfubolta Lauri Markkanen sem spilar með Chicago Bulls. 

 

Njósnadeild Karfan.is hefur legið yfir andstæðingum dagsins og skilaði af sér skýrslu í rétt tæka tíð fyrir fyrsta leik. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar um andstæðing dagsins:

 

Leikmannahópur Finnlands og leikjafjöldi

 

Jamar Wilson (Estudiantes – PG) 30 leikir

Teemu Rannikko (Kataja – PG) 52 leikir

Petteri Koponen (Barcelona – G) 59 leikir

Sasu Salin (Malaga– SG) 50 leikir

Mikko Koivisto (Vilpas – SG) 40 leikir

Shawn Huff (Fraport – SF) 29 leikir

Carl Lindbom (Án félags – SF) 46 leikir

Matti Nuutinen (Roanne – SF) 34 leikir 

Erik Murphy (Strasbourg – PF) 59 leikir

Tuukka Kotti (Seagulls – PF) 28 leikir

Lauri Markkanen (Bulls – PF/C) 37 leikir

Gerald Lee (Seagulls – C) 36 leikir

 

Meðalaldur liðs: 29,1 ára

Fjöldi leikmanna á aldrinum 20-25 ára: 1 leikmenn

Fjöldi leikmanna á aldrinum 25-30 ára: 6 leikmenn

Fjöldi leikmanna eldri en 30 ára: 5 leikmenn

Yngsti leikmaður liðsins: Lauuri Markkanen, 20 ára

Elsti leikmaður liðsins: Teemu Rannikko 36 ára

Meðalhæð hópsins: 198,8 cm

Minnsti leikmaður liðsins: Jamar Wilson – 1.85 cm

Hæsti leikmaður liðsins: Lauri Markkanen – 2.13 cm

 

 

Æfingaleikir Frakklands í undirbúning fyrir Eurobasket: (1-7)

 

29 Júlí Finnland-Lettland: 81-85 

4 Ágúst Finnland-Rússland: 75-91 

05 Ágúst Finnland-Ísrael: 92-97

09 Ágúst Finnland-Ítalía: 64-78

11 Ágúst Finnland-Ítalía: 70-75 

12 Ágúst Finnland-Tyrkland: 93-88

18 Ágúst Finnland-Tékkland: 62-83 

25 Ágúst Finnland-Rússland: 91-100

 

Fjarverandi leikmenn eða á meiðslalista: 

 

Ville Kaunisto, Hanno Mottola, og Antero Lehto munu ekki leika með liðinu í sumar.

 

Lykilleikmaður:

 

Petteri Koponen – Barcelona

 

Koponen er 29 ára leikstjórandi finnska liðsins. Var valinn númer 30 í nýliðavalinu árið 2007 af Philadelphia 76ers en hefur ekki leikið leik í NBA deildinni. Virkilega öflugur bakvörður, áræðinn og grjótharður. Litlu munaði að hann myndi semja við Dallas Mavericks fyrir ári síðan en samdi þá við stórlið Barcelona í ACB deildinni. Hann er með 14 stig og 7,5 stoðsendingar í leikjum mótsins auk þess sem hann er með nærri 50% þriggja stiga nýtingu. 

 

Hverjum á að fylgjast með: 

 

Lauri Markkanen – Chicago Bulls

 

Það eru nokkrir stuðningsmenn Chicago á Íslandi sem geta varla beðið eftir að sjá Markkanen spila gegn Íslandi. Lauri er sá norðurlandabúi sem hefur verið valin fremstur í nýliðavali NBA deildarinnar eða nr 7. Hann er með mikla hæð og getur skotið fyrir utan. Vopnabúr hans er gríðarlegt sóknarlega þar sem hann getur skotið, troðið, búið til sitt eigið skot og tekið mikið til sín og opnað fyrir aðra. 

 

Varnarlega hefur hann heillað nokkuð á þessu móti en margir höfðu efasemdir um varnarleik piltsins. Hann hefur varist vel pick og roll og fyrir utan þriggja stiga. Hann hefur verið með mikil tilþrif á Eurobasket og bókstaflega tekið liðið á herðar sér og unnið tvo leiki uppá sitt einsdæmi. Ótrúlegt efni sem eru forréttindi að fylgjast með spila gegn Íslandi. 

 

Styrkleikar og veikleikar: 

 

Helsti stykleiki Finnlands er liðsandi. Liðið hefur verið skipað sömu leikmönnum og með sama þjálfara í landan tíma. Einnig er stemmningin í Hartwall Arena ótrúleg, stuðningsmenn Finnlands hafa verið magnaðir í Helsinki. Uppselt hefur verið á alla leiki og mikið körfuboltaæði gripið um sig í Finnlandi. Þróun ungra leikmanna á borð við Lauri Markkanen og Alex Murphy hefur verið gríðarleg og eldri leikmenn í frábæru formi. Liðið hefur því líklega aldrei verið betra.

 

Rétt eins og hjá Íslenska liðinu er hæðin veikleiki. Það eru ekki margir háir leikmenn sem gerir það að verkum að liðið þarf að verjast öðruvísi. Varnarleikurinn hefur komið á óvart gegn öðrum liðum en spurning er hvenar andstæðingar fara að lesa leikinn og finna leiðir. 

 

Blaðamaður Finnlands gerði sér vonir um að komast í 16 liða úrslit fyrir mótið og sá Ísland og Pólland sem líklegustu sigurleikina. Nú þegar einn leikur er eftir er liðið búið að tryggja sig áfram með sigrum á Frakklandi, Grikklandi og Póllandi. Það hefur því komið gríðarlega á óvart og gæti endað í öðru sæti riðilsins með sigri gegn Íslandi. 

 

Heimildir / Eurohoops.net og bebasket.fr 

 

Mynd / FIBA

Fréttir
- Auglýsing -