spot_img
HomeFréttirNjarðvíkursigur að Hlíðarenda

Njarðvíkursigur að Hlíðarenda

Valur tók á móti Njarðvík í Hlíðunum í kvöld. Njarðvíkingar máttu þola erfitt tap fyrir erkifjendunum í Keflavík í síðustu umferð á meðan Valsmenn gerðu góða ferð norður á Sauðárkrók og sóttu sigur.

Það var ekki boðið upp á leiftrandi sóknarleik hjá liðunum þó svo að ýmsir leikmenn væru að spila ágætlega. Sérstaklega áttu heimamenn í erfiðleikum með Antonio Hester. Njarðvík náði forystu eftir fínann kafla í 2. leikhluta og héldu henni allt til enda. Lokatölur 76 – 85.

Hjá Njarðvík var fyrrnefndur Antonio Hester stigahæstur með 26 stig en hjá heimamönnum skoraði Sinisa Bilic 21 stig.

Tölfræðin Lýgur Ekki
Það var ekki þristunum fyrir að fara hjá Valsmönnum í kvöld. Sá fyrsti datt ekki fyrr en eftir næstum því 27 leikmínútur, áður voru þeir 0/11 í þristum. Bæði fjöldi tilrauna sem og hittra skota ekki ávísun á sigur.

Valsmenn komust ekki heldur á línuna, og þegar þeir komust þangað þá klikkuðu þeir. 3/11 niðurstaðan. Alltof fá skor, alltof fá hitt skot.

Erfitt kvöld
Sóknarlega áttu Valsmenn virkilega erfitt. Njarðvíkingar tvölduðu lítið og leikmenn heimamanna náðu ekki að komast framhjá sínum manni. Smekklega úrfærður varnarleikur hjá Einari Árna, þjálfara Njarðvíkur og Valsmenn sættu sig mikið til við léleg löng tveggja stiga skot. Sérstaklega átti Pavel Ermolinksij vondann dag. 30 mínútur, ein skottilraun og var hlédrægur.

Bestir á vellinum
Njarðvíkingar nutu krafta tveggja bestu leikmanna leiksins í kvöld. Antonio Hester pakkaði öllum þeim saman sem reyndu að stöðva hann á blokkinni og lauk leik með 26 stig og 15 fráköst. Þá var Rodney Glasgow frábær. Stýrði tempóinu og setti skot af dripplinu. 24 stig og 7 stoðsendingar uppskeran.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -