spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar öruggir á 80 ára afmælinu

Njarðvíkingar öruggir á 80 ára afmælinu

Njarðvík lagði Þór í Ljónagryfjunni í kvöld í fyrsta leik 8 liða úrslita einvígis liðanna í Subway deild karla, 87-73. Njarðvík því komnir með fyrsta sigurinn, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin. Mikil hátíðahöld voru í tengslum við leik kvöldsins, þar sem Njarðvík á 80 ára afmæli í dag 10. apríl, þar sem meðal annars var boðið upp á köku og þá skemmti tónlistarmaðurinn Pretty Boi Tjokko áhorfendum.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekkert sérlega jafn undir lokin. Heimamenn leiddu allt frá fyrstu mínútu, með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-19 og 15 stigum þegar í hálfleik var komið, 51-36.

Þórsarar náðu aðeins að halda leiknum spennandi í byrjun seinni hálfleiksins, þar sem munurinn var aðeins 11 stig fyrir lokaleikhlutann, 57-66. Í honum var þetta þó aldrei spurning og að lokum vinnur Njarðvík með 14 stigum, 87-73.

Atkvæðamestir í liði Njarðvíkur í kvöld voru Dwayne Lautier-Ogunleye með 28 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og Þorvaldur Orri Árnason skilaði 17 stigum og 3 fráköstum.

Fyrir Þór var Nigel Pruitt atkvæðamestur með 16 stig og 5 fráköst. Honum næstur var Jose Medina með 13 stig og 6 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -