Nú í dag héldu Njarðvíkingar blaðamannafund í húsakynnum Sparisjóðsins í Njarðvík og kynntu þar formlega endurkomu leikmanna sinna. Þeir leikmenn sem kvittuðu undir samninga voru Kristján Sigurðsson, Jóhann Árni Ólafsson , Páll Kristinsson, Rúnar Ingi Erlingsson og Guðmundur Jónsson. Allt eru þetta leikmenn sem uppaldir eru úr yngri flokkum Njarðvík.
Þeir Magnús Gunnarsson, Logi Gunnarsson og Friðrik Stefánsson endurnýjuðu einnig samninga sína við liðið og má því búast við liði Njarðvíkinga gríðarlega sterku til leiks á næstu leiktíð eftir magurt tímabil sem leið. Jón Guðlaugsson formaður deildarinnar kvað þetta vera hátíðardag fyrir Njarðvíkinga og var gríðarlega sáttur líkt og aðrir í stjórn félagsins sem hafa lagt mikið á sig síðastliðnar vikur að fá þessa menn aftur á fjalir Ljónagryfjunar.
Hópur Njarðvíkinga að ári