spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar í heimsókn hjá Önnu Maríu

Njarðvíkingar í heimsókn hjá Önnu Maríu

11:46
{mosimage}

(Anna María ásamt ungum og efnilegum stelpum úr Njarðvík)

Efnilegar stelpur úr 8. flokki í Njarðvík gerðu sér glaðan dag fyrir skemmstu. Hópurinn fór í óvissuferð og spreyttu þær sig í Yoga og Fit pilates tímum. Þaðan lá leiðin næst til Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar knúðu dyra og körfuboltakempan Anna María Sveinsdóttir kom til dyra.

Anna María tók vel á móti Njarðvíkurstelpunum og sagði þeim frá körfuboltaferli sínum sem er einkar glæstur. Njarðvíkurstelpur voru ánægðar með uppátækið og hlustuðu af athygli á Önnu sem sýndi þeim úrklippubækur og síðast en ekki síst verðlaunaherbergið sitt en Anna María er margverðlaunuð körfuknattleikskona sem unnið hefur allt sem hægt er að vinna í íslenska boltanum.

Skemmtilegt uppátæki hjá Njarðvíkurstelpum sem eru 13 og 14 ára og hafa flestar æft í nokkur ár en Anna María var einmitt 13 ára gömul þegar hún hóf að stunda körfubolta.

Mynd: Bylgja Sverrisdóttir

Fréttir
- Auglýsing -