Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag þar sem Njarðvíkingar lögðu Snæfell í Ljónagryfjunni og Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur gerðu góða ferð að Ásvöllum er þær lögðu Hauka.
Lokatölur í Njarðvík voru 90-80 grænum í vil þar semþær Lele Hardy og Shanae Baker gerðu báðar 26 stig í Njarðvíkurliðinu. Hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir atkvæðamest með 28 stig.
Keflavík vann Hauka 73-89 og gerði Jaleesa Butler 24 stig og tók 10 fráköst í Kefalvíkurliðinu og hin 15 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir gerði 20 stig og gaf 3 stoðsendingar. Jence Ann Rhoads gerði svo 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar hjá Haukum.
Njarðvík-Snæfell 90-80 (28-24, 24-22, 12-14, 26-20)
Njarðvík: Shanae Baker 26/7 stoðsendingar, Lele Hardy 26/11 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 12, Harpa Hallgrímsdóttir 10/5 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 5, Petrúnella Skúladóttir 4/4 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0.
Snæfell: Hildur Sigurdardottir 28/7 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 23/15 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ellen Alfa Högnadóttir 4, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Aníta Sæþórsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0.
Haukar-Keflavík 73-89 (16-30, 19-15, 19-27, 19-17)
Haukar: Jence Ann Rhoads 21/8 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Íris Sverrisdóttir 17, Hope Elam 16/12 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sara Pálmadóttir 3/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1/4 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Ína Salóme Sturludóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Kristín Fjóla Reynisdóttir 0.
Keflavík: Jaleesa Butler 24/10 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 20, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hallgrímsdóttir 5/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Mynd úr safni/ Tomasz Kolodziejski – [email protected]