spot_img
HomeFréttirNjarðvík tekur á móti Cherkasky Mavby

Njarðvík tekur á móti Cherkasky Mavby

10:19

{mosimage}

(Rolandas Jarutis var stigahæstur Cherkasky manna gegn Tartu Rock)

Njarðvíkingar leiks fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppninni eftir 14 ára hlé, í kvöld þegar þeir taka á móti úkraínska liðinu Cherkasky Mavby í Keflavík í kvöld kl 19:15. Liðið lék gegn rússneska liðinu Samara í síðustu viku í Rússlandi og tapaði 80-101. Samara sigraði svo eistneska liðið Tartu Rock á útivelli í gær 89-78 og er því komið með 2 sigra en eistneska liðið tapaði fyrir Cherkasky í síðustu viku í Úkraínu 75-87.

Það skýrist klukkan 15 í dag hvort Igor Beljanski verður með í kvöld eða ekki.

Á heimasíðu Njarðvíkur er heilmikil umfjöllun um leikinn í kvöld

http://www.umfn.is/karfan/index.php?option=com_content&task=view&id=99

runar@mikkivefur.is

Mynd: FIBAEurope.com

Fréttir
- Auglýsing -