spot_img
HomeFréttirNjarðvík og Keflavík sigra

Njarðvík og Keflavík sigra

Njarðvíkingar og Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar fóru í Hafnarfjörðinn og sóttu 2 stig með 99-104 sigri á Haukum. Friðrik Stefánsson var bestur Njarðvíkinga með 22 stig og 12 fráköst, en hjá Haukum var Kevin Smith með 32 stig. Keflvíkingar sigruðu svo Grindvíkinga í afar daufum leik með 90 stigum gegn 86. Gunnar Einarsson fór á kostum í liði Keflvíkinga og setti niður 28 stig en hjá Grindvíkingum var Steven Thomas atkvæðamestur. Meira um leikina síðar

Fréttir
- Auglýsing -