spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaNjarðvík með sóp og eru komnar í úrslit

Njarðvík með sóp og eru komnar í úrslit

Njarðvík tók á móti Ármann í undanúrslitum 1. Deildar kvenna í kvöld. Njarðvíkingar leiddu 2 – 0 fyrir leikinn í kvöld.

Heimastúlkur byrjuðu betur settu fyrstu þrjár körfurnar. Njarðvíkingar stjórnuðu leiknum og voru þrem til 5 körfum á undan gestunum allan fyrsta leilhuta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 26 – 17.

Báðum liðum gekk illa að finna körfuna og eftir um þriggja mínútna leik var staðan í leikhlutanum 1 – 1. Báðum liðum tókst þó eftir því sem leið á leikhlutann að finna körfuna. Ármann með 13 tapaða bolta í fyrri hálfleik gegn 5 hjá Njarðvík. Staðan í hálfleik 40 – 28.

Heimastúlkur skoruðu þrjár körfur áður en gestirnir komust á blað eftir tæplega 4 mínútna leik. Njarðvíkingar með algjöra stjórn á leiknum og gestirnir að eiga skelfilegan leikhluta. Staðan fyrir fjórða leikhluta 60 – 38.

Ármann komu grimmar til leiks í fjórða leikhluta og gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn en Njarðvíkingar sáu við þeim og hleyptu þeim ekki inn í leikinn. Lokatölur 76 – 56.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Þuríður Birna Björnsdóttir, Júlía Scheving Steindórsdóttir og Chelsea Nacole Jennings.

Ármann: Jónína Þórdís Karlsdóttir, Telma Lind Bjarkadóttir, Kristín Alda Jörgensdóttir, Arndís Úlla B. Árdal og Auður Hreinsdóttir

Hetjan:

Kristín Alda var skrárst í byrjunarliði Ármanns og Ísabella Lena átti frábæra innkomu af bekknum.

Helena og Vilborg áttu báðar góðan leik fyrir Njarðvík og Chelsea N. Jennings var frábær með 24 stig og 10 stolna bolta svo eitthvað sé nefnt.

Kjarninn:

Tapaðir boltar og léleg nýting á vítalínunni urðu Ármanni að falli. Mikilvæg reynsla fyrir ungt lið og þær mæta eflaust tvíefldar á næsta ári. Njarðvík átti ekki sinn besta leik en voru klárlega númeri og stórar fyrir Ármann.

Myndasafn – JB

Tölfræði

Viðtöl:

Chelsea N. Jennings

Rúnar Ingi Erlingsson

Karl Guðlaugsson

Fréttir
- Auglýsing -