spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaNjarðvík kafsilgdu Val í fyrsta leik

Njarðvík kafsilgdu Val í fyrsta leik

Njarðvík og Valur hófu einvígi sitt í úrslitakeppi Subway deild kvenna þegar liðin mættust í Ljónagryfunni í kvöld. Skemmst frá því að segja þá voru það Njarðvík sem komu töluvert sprækari til leiks og tóku nokkuð sannfærandi sigur 96:58.

Upphafs mínútur leiksins lofuðu nokkuð góðu fyrir kvöldið og stefndi í nokkuð jafnan og harðan leik. En um miðbik 2. leikhluta skelltu Njarðvík um gír og byrjuðu hægt en örygglega að auka forskot sitt. Þegar Njarðvík lögðu sóknarþunga sinn sem harðast á Val varð Tea Adams fyrir því óláni að misstíga sig og settist á tréverkið þaðan sem hún snéri ekki aftur allan leikinn. Tea hafði fram að þessu verið í fararbroddi í leik Vals og því mikill missir þar. Það var svo í þriðja leikhluta sem að Njarðvíkurliðið gersamlega ísaði leikinn endanlega þegar þær skoruðu 25 stig gegn aðeins 9 stigum frá Val. Þrátt fyrir fína baráttu allt til loka leiks ógnuðu þær rauðklæddu aldrei sigri Njarðvíkur þetta kvöldið.

Það verður að segjast að Njarðvíkurliðið mætti til leiks þetta kvöldið í vígahug og ætluðu sér svo sannarlega að setja tóninn fyrir þetta einvígi, sem þær og gerðu. Leiddar áfram að Selena Lott ( 26 stig) og Emelie Sofie Hesseldal ( 14 stig , 11 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 blokk, 7 stolnir) þá var liðið að spila fanta vel á báðum endum vallarins. Landsliðskonan, Ísabella Ósk er óðum að komast í leikform og spilaði líkast til sinn besta leik í vetur. Annars er kannsi ósanngjarnt að vera að nefna nöfn úr þeirri frábæru liðsheild og spilamennsku sem að Njarðvík sýndu í kvöld.

Valsliðið var á tímum í kvöld algerlega heillum horfið og jafnvel auðveldustu aðgerðir körfuknattleiks gengu ekki upp hjá þeim. Eitt af þessum kvöldum og svo sem hefur slíkt gerst áður hjá liðum í upphafi úrslitakeppninar. Tea Adams sem fyrr sagði náði rétt tæpum 14 mínútum í kvöld en yfir heildina besti leikmaður Vals í kvöld. Sú saga segir kannski allt um leik þeirra þetta kvöldið. Prik fær liðið fyrir að gefast aldrei upp í kvöld og Hjalti þjálfari liðsins ætti ekki að hafa mikið fyrir því að peppa liðið upp fyrir heimaleikinn gegn Njarðvík sem fer fram í Valsheimilinu að Hlíðarenda á föstudag nk.

Tölfræði leiksins

Myndasafn á Facebook síðu Karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -