spot_img
HomeFréttirNjarðvík Íslandsmeistarar í 10. flokk stúlkna

Njarðvík Íslandsmeistarar í 10. flokk stúlkna

 

Njarðvík sigraði Grindavík í úrslitaleik Íslandsmóts 10. flokks stúlkna, 60-44.

 

Leikurinn í dag fór frekar hægt af stað, eftir tæpar sjö mínútur af leik leiddi Njarðvík með 6 stigum gegn 4. Tók þá við svakalegur endasprettur þeirra í leikhlutanum þar sem að þær skoruðu 12 stig gegn engu Grindavíkur. Endaði hlutinn því 18-4 fyrir Njarðvík. Undir lok hálfleiksins reyndu Grindavíkurstúlkur svo að klóra í bakkann, en staðan þegar að liðin héldu til búningsherbergja var 27-17 fyrir Njarðvík.

 

Í seinni hálfleiknum er leikurinn svo jafn og spennandi. Grindavík vinnur þriðja leikhlutann með minnsta mögulega mun og fara því 9 stigum undir inn í lokaleikhlutann, 39-30. Í honum voru Njarðvíkurstúlkur svo aftur sterkari aðilinn, sigra hann 21-14 og fara því að lokum með 16 stiga sigur af hólmi, 60-44.

 

 

Besti leikmaður vallarins var leikmaður Njarðvíkur, Alexandra Eva Sverrisdóttir, en á 30 mínútum spiluðum skilaði hún laglegri þrennu, 21 stigi, 15 fráköstum og 14 stoðsendingum.

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -