spot_img
HomeFréttirNíu ára spáði rétt fyrir fyrstu 47 leikjum Marsfársins

Níu ára spáði rétt fyrir fyrstu 47 leikjum Marsfársins

Fjórðubekkingurinn Grant Anderson leiðir alla í tippkeppni NCAA Marsfársins 2021. Með aðeins eina villu hingað til í keppninni, þar sem hann spáði við að sterkt lið Kansas myndi vinna USC í lokaleik annarar umferðar.

Í vali hans, sem ber nafnið Grant A, voru fyrstu 47 spádómar Anderson réttir. Til þess að setja hversu langt frá samkeppninni hann var, þá var sá sem var næstur honum sprunginn eftir leik 28. Var hann því með 15 rétta af 16 í Sweet Sixteen úrslitunum, en samkvæmt NCAA eru 0,000158% líkur á að það gerist.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá spádóm Anderson:

Restin af spádóm Anderson virðist einnig alveg geta gengið eftir. Þar sem hann er með Baylor gegn Houston og Gonzaga gegn Michigan í Final Four, en að Baylor verði meistarar eftir úrslitaleik gegn Gonzaga.

Líkurnar eru einnig enn til staðar að hann fari í gegnum mótið með aðeins einn leik vitlausan, en NCAA segir líkurnar á að slíkt geti gerst vera 1 á móti 9,223,372,036,854,775,808.

  • ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
  • Mánuðirinn kostar aðeins 1549 kr.
  • Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
  • Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
  • Skilmálar gilda
Fréttir
- Auglýsing -