spot_img
HomeFréttirNiðurlæging í Grindavík

Niðurlæging í Grindavík

Keflavík sigraði Grindvík með 97 stigum gegn 62 í þriðju umferð Dominos deildar karla. Var sigurinn, 35 stig, sá stærsti sem að lið Keflavíkur hefur unnið í Grindavík frá upphafi. Eftir leikinn er Keflavík komið með tvo sigurleiki úr þrem leikjum á meðan að Grindavík er bara með einn unninn.

Þáttaskil

Segja má að þáttaskilin hafi orðið í stöðunni 10-8 fyrir heimamenn en þá skelltu Keflvíkingar í lás í vörninni og Grindvíkingar fengu ekki eitt opið skot!

Tölfræðin lýgur ekki

Hverju ætti þessi gyðja að ljúga???

62-97……

Hetjan 

Vörn Keflvíkinga PUNKTUR

Kjarninn

Ég trúi ekki að Jóhann, lærisveinar hans og stuðningsmenn Grindavíkur missi mikinn svefn yfir þessu annars ljóta tapi. Liðið er mikið breytt, nýr Kani lenti í morgun, von á öðrum Bosman og það er bara október. Hins vegar eiga menn að geta spilað vörn og barist þótt samæfingin sé lítil, þar er bara spurning um hugarfar. Ef Jói vill skoða eitthvað þá er það kannski helst það.

Keflvíkingar litu ógnvænlega vel út í þessum leik en væntanlega hefur Sverrir vit á að halda sér á jörðinni þar sem mótspyrna þeirra gulu var engin. Reyndar spurning með jarðtengingu Sverris þar sem hann er Liverpool maður og búinn að vera á flugi þar í haust…..  En hann er greinilega að koma sínu handbragði á sveitunga sína Sverrir var alltaf annálaður varnarhákur og lið hans hafa alltaf spila topp vörn.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

 

Fréttir
- Auglýsing -