spot_img
HomeFréttirNenê Hilário leikur ekki með Brasilíu á HM

Nenê Hilário leikur ekki með Brasilíu á HM

Nenê Hilário, leikmaður Denver Nuggets, verður fjarri góðu gamni næstu misserin sökum meiðsla og mun því ekki geta leikið með Brasilíu á HM sem hefst í Tyrklandi næsta laugardag. João Paulo Batista mun fylla skarð Nenê en hann leikur með Le Mans í Frakklandi. 
Bólgur í báðum fótum hafa verið að angra Nenê sem hneig niður örmagna í æfingaleik á dögunum gegn Frökkum. Brasilíumenn leika í riðli með Bandaríkjamönnum, Slóvenum, Króötum, Írönum og Túnisum á HM.
 
Ljósmynd/ Nenê Hilário verður ekki með Brasilíu á HM.
 
Fréttir
- Auglýsing -