spot_img
HomeFréttirNCAA: Meistararnir úr leik

NCAA: Meistararnir úr leik

 
Í gær fóru fram fjórir leikir í 16-liða úrslitum NCAA-háskólaboltans. Þar bar hæst sigur Arizona á meisturum Duke, sem unnu nokkuð sannfærandi sigur, 93:77. Þjálfari Duke og landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, Mike Krzyzewski náði sínum 900 sigri í síðustu viku á móti Michigan en varð að játa sig sigraðan í nótt. Honum vantar aðeins tvo sigra til að jafna Bob Knight sem sigursælasti þjálfarinn í sögu NCAA.
Connecticut sigraði San Diego State 74:67 og munu þeir mæta Arizona í 8-liða úrslitunum. Einn heitasti leikmaður deildarinnar, Kemba Walker var með 36 stig fyrir UConn, en hann er ein helsta stjarnan í deildinni í ár og því er spáð að hann fari með fyrstu mönnum í NBA-nýliðavalinu.
 
Butler liðið heldur áram að sanna að sæti í úrslitaleiknum í fyrra var engin tilviljun, þar sem þeir sigruðu Wisconsin 61:54 í nótt. Butler liðinu var ekki spáð eins góðu gengi og í fyrra, þar sem Gordon Hayward, þeirra helsta stjarna þá, lauk námi eftir tímabilið í fyrra og fór til Utah Jazz. Líkt og áður hefur Butler skólinn, gefið lítið fyrir spár annara og láta verkin tala á vellinum.
 
Margir voru spenntir fyrir leik Brigham Young með Jimmer Fredette í fararbroddi gegn Florida. Leikurinn var nánast jafn allan tíman og endaði í framlengingu. Þar var Flordia sterkara á lokasprettinum, sigraði á liðsheildinni 74:83. Jimmer var frábær með 32 stig en enginn annar leikmaður skoraði meira en 10 stig í liðinu sem varð BYU að falli.
 
Florida og Butler mætast í næstu umferð um sæti í 4-liða úrslitum keppninnar.
 
Í kvöld og nótt eru svo seinni fjórir leikirnir á dagskrá:
Marquette • North Carolina kl. 23.15
Kansas • Richmond kl. 23.27
Ohio State • Kentucky kl. 01.45
VCU • Florida State kl. 01.57
 
Mynd/ Derrick Williams setti 32 stig á Duke í nótt.
Fréttir
- Auglýsing -