spot_img
HomeFréttirNBA: Yi og Durant nýliðar mánaðarins

NBA: Yi og Durant nýliðar mánaðarins

06:00

{mosimage}
(Yi Jianlian að kljást við Marcus Camby –
 það er ekki alltaf auðvelt að vera í NBA)

NBA-deildin hefur útnefnt Yi Jianlian hjá Milwaukee Bucks og Kevin Durant leikmann Seattle sem nýliða desember mánaðar.

Frammistaða Yi var mjög góð í mánuðinum en Kínverjinn hávaxni var með 12.1 stig og 6.6 fráköst að meðaltali í leik. Hann leiðir alla nýliða í nýtingu en hann setur 50,3% skota sinna niður. Meðal nýliða er hann þriðji þegar kemur að spilatíma en hann leikur 30.6 mínútur í leik.

Hann skoraði mest 29 stig í desember mánuði en það kom gegn Charlotte þegar Milwaukke lagði þá að velli með fjórum stigum, 103-99, 22. desember.

Kevin Durant var einnig útnefndur nýliði mánaðarins fyrir nóvember mánuð. Durant er stigahæsti nýliðinn í vetur með 19.7 stig í leik, sjöundi í fráköstum með 4.2 í leik og er jafn í fyrsta sæti þegar kemur að stoðsendingum með 2.1 í leik. Hann er annar í nýtingu utan að velli en hann setur 40.7% skota sinna nður ásamt því að verja 1.3 skot að meðaltali í leik.

Hann skoraði mest 35 stig í leik desember, sem var reyndar það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Stigin skoraði hann gegn Milwaukee í byrjun desember en ásamt þessum 35 stigum varði hann fimm skot.

Fyrri verðlaunahafar:
Nóvember

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -