21:30
{mosimage}
Leikstjórnandinn Deron Williams hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz í NBA deildinni um þrjú ár með möguleika á fjórða árinu.
Williams er í bandaríkska landsliðinu og er orðinn einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar. Samningur Williams, sem er mjög líkur þeim sem Chris Paul undirritaði hjá New Orleans Hornets á dögunum, er talinn hljóða upp á um 50 milljónir dollara fyrir árin þrjú, en 70 milljónir ef fjórða árið er tekið með.
Williams var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 2005 og hefur síðan verið að bæta sig með hverju árinu.
Hann skoraði 18,8 stig að meðaltali í leik síðasta vetur og 10,5 stoðsendingar. Hann var í öðru úrvalsliði NBA deildarinnar.
Williams varð að eins þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 1500 stig, gefa yfir 800 stoðsendingar og hitta betur en 50% úr skotum sínum á tímabili.
Mynd: AP
www.visir.is