spot_img
HomeFréttirNBA: Toronto skellti Wizards

NBA: Toronto skellti Wizards

10:39
{mosimage}

 

(Kóngurinn var á ferðinni í nótt og afgreiddi Portland) 

 

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Toronto Raptors skelltu Washington Wizards í höfuðborg Bandaríkjanna og Philadelphia 76ers átti ekki í nokkrum vandræðum með eitt lakasta lið deildarinnar, Milwaukee Bucks.

 

Andrea Bargnani var stigahæstur í liði Raptors í nótt með 19 stig en alls voru sex leikmenn í liði Raptor sem gerðu 11 stig eða meira í leiknum. Lokatölur leiksins voru 83-122 Raptors í vil. Hjá Wizards var DeShawn Stevenson með 16 stig. Wizards leika enn án þeirra Gilberts Arenas og Carons Butlers sem eru meiddir.

Andre Iguodala var með 18 stig fyrir 76ers sem skelltu Milwaukee Bucks 112-69. Í slöku liði Bucks var Royal Ivey stigahæstur með 17 stig.  

Orlando Magic lögðu nágranna sína í Miami Heat 107-91 í Amway Arena í Orlando. Stigahæstur í liði Magic var Tyrkinn Hedo Turkoglu með 27 stig og 12 fráköst. Ricky Davis var stigahæstur hjá Heat með 21 stig en Heat léku án Wade, O´Neal, Mourning og Haslem í leiknum. 

Önnur úrslit næturinnar: 

Grizzlies 102-106 Nuggets

Hornets 103-116 Warriors

Timberwolves 83-67 Bulls

Jazz 100-89 Knicks

Trail Blazers 83-84 Cavaliers (LeBron James með 37 stig og sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins)

Kings 105-91 Bobcats

Clippers 95-88 Hawks

Fréttir
- Auglýsing -