15:41
{mosimage}
(Rip Hamilton og félagar verða í eldlínunni í kvöld)
Það er þétt dagskrá í NBA-deildinni í kvöld. Samtals eru 12 leikir á dagskrá og ættu körfuboltaþyrstir Bandaríkjamenn að geta séð frábæran körfubolta. Við Íslendingar fáum að sjá leik Detroit og Indiana á NBAtv og hefst leikurinn kl. 01:00 eftir miðnætti.
Detroit er eitt heitasta lið austurdeildarinnar en þeir eru búnir að vinna sex leiki í röð og urðu m.a. fyrsta liðið til að vinna Boston á þeirra heimavelli í vetur.
Gengi Indiana hefur verið ágætt og eru þeir í 2. sæti í Miðriðlinum á eftir Detroit með 15 sigurleiki og 14 tapleiki.
Mynd: AP