12:27
{mosimage}
(Ótrúlegur árangur sem Phil Jackson hefur náð)
Annar leikur L.A. Lakers og San Antonio fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending rétt fyrir kl. 01:00.
Fyrir þá sem hafa gaman af tölfræði er athyglisverð staðreynd komin í ljós. Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers, hefur á sínum þjálfaraferli alltaf unnið þau einvígi þegar lið hans vinnur fyrsta leikinn. Í þau 40 skipti sem hans lið hefur tekið fyrsta leikinn hefur liðið einnig tekið einvígið.
Þannig að sagan er ekki beint í liði með San Antonio en L.A. Lakers unnu fyrsta leik liðanna í vikunni. Þrátt fyrir þetta munu meistararnir ekki gefast upp en miðað við söguna er þetta einvígi búið.
Mynd: AP