spot_img
HomeFréttirNBA: Þriðji sigur Golden State í röð

NBA: Þriðji sigur Golden State í röð

12:54

{mosimage}

Eftir afleita byrjun hjá Golden State þar sem liðið tapaði sex leikjum í röð og var síðasta lið deildarinnar til að vinna leik hefur það unnið þrjá í röð. Golden State var spútnik lið deildarinnar í fyrra þegar það lagði Dallas að velli í úrslitakeppninni öllum að óvörum. Búist var við miklu af liðinu í vetur en sökum þess hve liðið lék í upphafi fóru margir að efast um liðið. Nú virðist allt ganga þeim í hag og þeir unnu New York í nótt 108-82 þar sem Baron Davis skoraði 31 stig og hjá New York var Stephon Marbury með 18 stig.

Liðið er búið með tvo af fimm útileikjum sem þeir leika í röð gegn liðum á austurströndinni. Þeir unnu Toronto á sunnudag og New York í gær. Í kvöld heimsækja þeir Boston og mæta þeir Washington á föstudag og Philadelphiu á laugardag.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -