spot_img
HomeFréttirNBA: Þjálfarar janúar mánaðar

NBA: Þjálfarar janúar mánaðar

10:30

{mosimage}

Mike Brown þjálfari Cleveland og Byron Scott þjálfari New Orleans hafa verið útnefndir þjálfara janúar mánaðar í NBA-deildinni.

Cleveland stóð sig best allra liða í austrinu í janúar þegar þeir unnu 11 en töpuðu 3 leikjum. Þeir unnu sex útileiki í mánuðinum sem er félagsmet og þar af fimm í röð.

Árangur New Orleans í janúar var besti árangur allra liða í NBA í mánuðinum en þeir unnu 12 og töpuðu 2. Þeir unnu alla fimm útileiki sína þar sem þeir lögðu m.a. Golden State, Phoenix og San Antonio.

Þeir komu einnig til greina:

Doc Rivers – Boston
Avery Johnson – Dallas
Flip Saunders – Detroit
Rick Adelman – Houston
Jerry Sloan – Utah
Eddie Jordan – Washington

Fyrri verðlaunahafar:
nóvember
desember

[email protected]

Mynd: NBA.com/Getty Images

Fréttir
- Auglýsing -