spot_img
HomeFréttirNBA: Sloan kominn í úrvalshóp þjálfara

NBA: Sloan kominn í úrvalshóp þjálfara

23:29

{mosimage}

Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz í NBA deildinni, komst í gær í sannkallaðan úrvalshóp þjálfara þegar lið hans burstaði Dallas á heimavelli sínum í Salt Lake City. Þetta var þúsundasti sigurleikur Sloan á ferlinum en aðeins fjórir aðrir þjálfarar hafa náð þeim áfanga.

Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, vann sinn 1200. leik á dögunum og hefur hann unnið næst flesta leiki allra í sögu NBA á eftir Lenny Wilkens sem vann 1332 leiki á ferlinum. Pat Riley hjá Miami á að baki 1160 sigurleiki, Larry Brown 1010 og Jerry Sloan stendur nú í 1000 sigrum og fer væntanlega framfyrir Brown á næstu vikum ef að líkum lætur.

Aðeins Pat Riley hefur betra vinningshlutfall en Sloan í þessum hópi, en hér fyrir neðan gefur að líta árangur þeirra þjálfara sem eiga að baki flesta sigurleiki í sögu NBA, en menn eins og Phil Jackson hjá LA Lakers og George Karl hjá Denver eiga ekki langt í að komast inn á þennan lista.

1. Lenny Wilkens, 1,332 sigrar – 1,155 töp
2. Don Nelson, 1,200 sigrar – 891 töp
3. Pat Riley, 1,160 sigrar – 600 töp
4. Larry Brown, 1,010 sigrar – 800 töp
5. Jerry Sloan, 1,000 sigrar -663 töp

Frétt: Visir.is

Fréttir
- Auglýsing -