spot_img
HomeFréttirNBA: Rockets lögðu Grizzlies

NBA: Rockets lögðu Grizzlies

09:07 

{mosimage}

Tracy McGrady fór á kostum í nótt þegar Houston Rockets marði nauman sigur á Memphis Grizzlies 98-90. McGrady gerði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst fyrir Rockets sem léku án Yao Ming og munu gera áfram. Gert er ráð fyrir því að Ming komi aftur í leikmannahóp Rockets skömmu eftir Stjörnuhelgina 16.-18. febrúar. Þrátt fyrir fjarveru hans virðast Rockets leika vel án stjörnumiðherja síns. Frá því Ming meiddist 23. desember hafa Rockets unnið 15 leiki og tapað aðeins sex. Hjá botnliði Memphis var Pau Gasol að vanda atkvæðamestur og í nótt gerði hann 30 stig, tók 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 5 skot.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

New York Knicks 102-90 LA Clippers

Jamal Crawford og Eddy Curry 23 stig – Tim Thomas og Elton Brand 22 stig

 

Detroit Pistons 109-102 Boston Celtics

Chaunsey Billups 24 – Ryan Gomes 19

 

Milwaukee Bucks 116-111 Orlando Magic

Ruben Patterson 27 – Dwight Howard 21

 

Portland Trail Blazers 102–109 Phoenix Suns

Zach Randolph 33 – Amare Stoudemire 36

Fréttir
- Auglýsing -