spot_img
HomeFréttirNBA: Rétt rúm vika í mót

NBA: Rétt rúm vika í mót

09:58
{mosimage}

(Margur er knár þótt hann sé smár. Nate Robinson á ferðinni)

Nokkuð er síðan að niðurtalning í deildarkeppnina hófst á heimasíðu NBA deildarinnar www.nba.com Nú eru 7 dagar og 10 klukkustundir í fyrsta leik og liðin hafa verið að leika fjölda leikja á undirbúningstímabilinu. Í nótt fóru fram fjórir leikir þar sem New York Knicks lögðu granna sína í New Jersey Nets 114-106 í IZOD Center í New Jersey. Hinn lágvaxni Nate Robinson var atkvæðamestur hjá Knicks með 26 stig og 6 fráköst en hjá Nets var Devin Harris með 21 stig.

Orlando Magic höfðu betur gegn Atlanta Hawks 109-103 þar sem Dwight Howard gerði 29 stig og tók 11 fráköst. Í liði Hawks var Joe Johnson venju samkvæmt fyrirferðamikill með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.

Phoenix Suns unnu nauman sigur á Charlotte Bobcats 111-108. Matt Barnes og Shaquille O´Neal gerðu báðir 18 stig fyrir Suns en hjá Bobcats var D.J. Augustin með 19 stig.

Fjórði og síðasti leikur næturinnar var viðureign Sacramento Kings og Portland Trailblazers þar sem þeir síðarnefndu fóru með öruggan 112-98 sigur af hólmi. Lamarcus Aldrige gerði 24 stig fyrir Balzers en Kevin Martin setti niður 34 fyrir Kings.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -