spot_img
HomeFréttirNBA: Reggie Miller sagði nei við Danny Ainge

NBA: Reggie Miller sagði nei við Danny Ainge

12:03

{mosimage}
(Reggie mun eingöngu sjást í TD Bank North Garden til að lýsa leikjum í vetur)

Reggie Miller hefur gefið Danny Ainge afsvar um að ganga í raðir þeirra grænu í vetur. Miller, sem er 42 ára, var að hugleiða að taka fram skóna á ný og leika með Boston Celtics í vetur. Hann sagði að skrokkurinn væri tilbúinn í þetta verkefni en var ekki jafn viss um hvort að hann væri tilbúinn andlega að fara kljást við enn eitt tímabilið í NBA.

Eftir að Boston fengu Ray Allen og Kevin Garnett hefur liðið orðið álitlegur kostur fyrir þá leikmenn sem eru tilbúnir að gera hvað sem er til að fá hringinn eftirsótta. Nú eru leikmenn sem höfðu ekki engan áhuga á að ganga til liðs við Boston í vor að hringja í Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston, og bjóða fram krafta sína.

Ainge hringdi í Miller og bauð honum að ganga til liðs við Boston fyrir nokkrum vikum. Reggie Miller, sem er ein besta skytta körfuboltasögunnar, hugleiddi það vel og lengi. Hann fór að æfa eins og atvinnuíþróttamaður til að sjá hvort að líkaminn væri tilbúinn. Hann ráðfærði sig við fyrrverandi leikmenn eins og Charles Barkley og allir voru einróma um að hann ætti að kíla á þetta. Eftir að hafa velt því fyrir sér um nokkurt skeið að koma aftur í NBA ákvað hann loksins að þetta væri ekki fyrir hann og gaf Danny Ainge afsvar í fyrradag.

Boston er enn að leita að góðum leikmönnum sem munu gera herferð þeirra að titlinum að veruleika.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -