spot_img
HomeFréttirNBA: Portland fá að velja fyrstir

NBA: Portland fá að velja fyrstir

01:22

{mosimage}
(Brandon Roy var fulltrúi Portland í lotteríinu)

Portland Trailblazers duttu heldur betur í lukkupottin í kvöld er kúla merkt þeim kom fyrst upp í lottói vegna nýliðavalsins. Portland átti aðeins 5.3% möguleika á að vinna og því líkurnar nokkuð litlar. Seattle fékk annan valrétt og Atlanta þann þriðja. Þau tvö lið sem voru með slakastan árangur í vetur Memphis og Boston fengu fjórða og fimmta valrétt. ´

Nýliðavalið í ár eitt það dýpsta í tæp 20 ár að mati sumra og því verður mjög spennandi að sjá hvernig liðin velja þann 28.júní. Greg Oden og Kevin Durant verða án efa valdir fyrstir en eftir það er erfitt að spá fyrir um.

Úrslitin:
1. Portland
2. Seattle
3. Atlanta
4. Memphis
5. Boston
6. Milwaukee
7. Minnesota
8. Charlotte
9. Chicago í gegnum New York
10. Sacramento
11. Atlanta í gegnum Indiana
12. Philadelphia
13. New Orleans
14. L.A. Clippers

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -