spot_img
HomeFréttirNBA Podcast: Var máttur stórveldanna stórlega ofmetinn?

NBA Podcast: Var máttur stórveldanna stórlega ofmetinn?

Í þessari síðustu útgáfu af NBA Podcasti Körfunnar er farið yfir stöðu mála fyrir lokasprettinn. Aðeins um 20 leikir eftir af tímabilinu, sem er heill hellingur af körfubolta og því ekki ólíklegt að staða liðanna í deildinni breytist eitthvað áður en að helmingur þeirra fer í sumarfrí.

Eiga Celtics eftir að rétta úr kútnum? Ná Lakers inn í úrslitakeppnina? Hvaða lið er líklegast til þess að hrifsa titilinn af Golden State Warriors?

Podcastið er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á afsláttarkóðann Karfan.is, en hann er hægt að nota bæði þegar pantað er á Dominos.is og með Dominos appinu.

Umsjón: Davíð Eldur og Sigurður Orri

Dagskrá:
00:00 Létt Hjal
02:10 – Lakers og síðustu lið inn í vestrinu
13:20 – Celtics og síðustu lið inn í austrinu
26:30 – Hvað er að fara að gerast í lok tímabils og í úrslitakeppninni?

Fréttir
- Auglýsing -