09:23
{mosimage}
(McDyess í baráttunni gegn Paul Pierce í nótt)
Fjórða viðureign Detroit Pistons og Boston Celtics í úrslitum Austurstrandar í NBA deildinni fór fram í nótt þar sem Pistons fóru með öruggan 94-75 sigur af hólmi. Staðan í einvíginu er því jöfn, 2-2, en leikurinn fór fram á heimavelli Pistons í Palace of Auburn Hills. Antonio McDyess átt stórleik fyrir Pistons með 21 stig go 16 fráköst en félagarnir Kevin Garnett og Paul Pierce gerðu báðir sín hvor 16 stigin en Garnett var auk þess með 10 fráköst.
Pistons settu tóninn strax í upphafi leiks þar sem McDyess raðaði niður stökkskotunum og komust heimamenn m.a. í 16-6 en fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 22-17 fyrir Pistons. Fyrsti leikhluti var eftirminnilegur fyrir þær sækir að Kevin Garnett, miðherji Celtic, var blokkaður svo illilega er hann reyndi að troða í hraðaupphlaupi að annað eins hefur varla sést í langan tíma. Vörn Pistons var sofandi og Celtics nýttu tækifærið og sendu boltann fram á Garnett sem var einn og óvaldaður. Garnett kom á fleygiferð að körfunni og hugðist troða boltanum með tilþrifum þegar Jason Maxiell skipti í fluggírinn og þrumaði boltann úr höndum Garnetts og ætlaði allt að verða vitlaust í stúkunni.
Baldur Beck lýsti leiknum í gær sem var í beinni á Stöð 2 Sport og honum til aðstoðar var Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ. Baldur reyndist sannspár er hann sagði að þetta blokk hjá Maxiell myndi verða vinsæl Youtube klippa og það eru orð að sönnu. Smellið hér til að sjá þetta skrímslablokk
Mynd: AP