spot_img
HomeFréttirNBA: Óvíst hvort Saunders snúi aftur

NBA: Óvíst hvort Saunders snúi aftur

15:00

{mosimage}

Lið Detroit Pistons hefur verið besta lið Austurdeildarinnar undanfarin sex ár og komist í úrslit Austurdeildarinnar öll þessi ár og tvisvar komist í úrslit NBA og unnið titilinn einu sinni árið 2004. Flip Saunders hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú tímabil en aldrei komið liðinu lengra en í úrslit Austurdeildarinnar og er hann sá þjálfari sem hefur stjórnað liði í flestum leikjum í úrslitum deildanna án þess að komast í úrslit. Leikirnir eru orðnir 24 en hann hefur farið með Detroit og Minnesota í úrslit Austur- og Vesturdeildanna.

Samningur Saunders við Detroit rennur út í sumar og það er ekki ljóst að hann muni stjórna liðinu á næstu leiktíð. Samkvæmt heildarmanni ESPN.com innan Detroit liðsins eru aðeins helmingslíkur á því að félagið geri nýjan samning við hann.

Það er ekki ólíklegt að Joe Dumars, framkvæmdastjóri Detroit, geri breytingar á liðinu í sumar. Lykilleikmenn eins og Rasheed Wallace voru að klikka á ögurstundu þannig að kannski sjáum við nýtt og breytt Detroit lið næsta tímabil.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -