spot_img
HomeFréttirNBA: Óvíst hvort Allen verði með í úrslitunum

NBA: Óvíst hvort Allen verði með í úrslitunum

06:00
{mosimage}

 

(Tony Allen á sjöundu hæð!)

 

Doc Rivers þjálfari Boston Celtics hefur gefið það út að óvíst sé hvort bakvörðurinn Tony Allen verði með í fyrsta leiknum í NBA úrslitunum sem hefjast aðfararnótt föstudags þegar eigast við fornu risarnir Boston Celtics og LA Lakers. Þá er það allsendis óvíst hvort Allen verði í heildina með í úrslitarimmunni sökum meiðsla.

 

,,Útlitið er ekki gott,” sagði Rivers eftir æfingu í dag. ,,Hann gat ekki klárað æfinguna með okkur,” sagði Rivers en Allen var líklegastur allra í liði Boston til þess að hafa gætur á Kobe Bryant þar sem það hlutverk virðist allt að því koma frá náttúrunnar hendi hjá Allen.

 

Allen gekk vel að dekka Bryant í leikjum liðanna í vetur og þann 30. desember á þessari leiktíð hélt hann Bryant í 22 stigum í leik liðanna þar sem Bryant setti aðeins niður 6 af 25 skotum utan af velli í leiknum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -