09:00
{mosimage}
Fréttavefur Yahoo greinir frá því að Toronto og Indiana hafa komist að samkomulagi um vistaskipti nokkra leikmanna en félögin hafa verið að kasta á milli sín nokkrum möguleikum. Toronto færi stjörnuleikmanninn Jermaine O´Neal og Indiana fær í staðinn þá T.J. Ford, Rasho Nesterovic, 17. valréttinn í nýliðavalinu ásamt einum leikmanni til viðbótar.
Það er ekki komið á hreint hvaða leikmaður fylgi með í kaupunum en þessi skipti koma svo sem ekki á óvart enda hefur Jermaine O´Neal verið orðaður við brottför frá Indiana í töluverðan tíma. Einnig hefur T.J. Ford ítrekað verið sagður á leið frá Kanada en leikstjórnandinn snjalli hefur verið varamaður Spánverjans Jose Calderons.
O´Nela var að kljást við meiðsli síðasta vetur og lék aðeins 42 leiki en hnéið hefur verið að valda honum vandræðum. Hann fór í aðgerð í apríl 2007 en batinn var ekki nógu góður og hann spilaið hálf meiddur síðasta vetur.
Mynd: AP