spot_img
HomeFréttirNBA: Nelson gæti náð 1.200 sigrinum gegn Indiana í nótt

NBA: Nelson gæti náð 1.200 sigrinum gegn Indiana í nótt

13:00

{mosimage}

Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, gæti unnið sinn 1.200 leik, sem þjálfari, í kvöld þegar lið hans mætir Indiana Pacers á heimavelli.

Aðeins Lenny Wilkens hefur sigrað fleiri leiki en hann vann alls 1.332 leiki sem þjálfari í NBA. 

Þó gætu meiðsli Baron Davis set strik í reikninginn hjá Nelson en hann hefur verið meiddur undanfarið og óvíst hvort hann spili í kvöld. En ákvörðun um það verður tekin rétt fyrir leik.

Golden State hefur farið ágætlega af stað á tímabilinu og ekki er ólíklegt að liðið gæti náð í úrslitakeppnina ef fram sem horfir. Síðast þegar Golden State var í úrslitakeppninni(1994), þá var Don Nelson þjálfari liðsins en hann tók við þeim aftur í sumar.

Don Nelson er sigursæll þjálfari en hann hefur þjálfað Milwaukee, Golden State, New York og Dallas. Hann er goðsögn í Boston en hann lék með liðinu frá 1965-1976 og varð fimm sinnum meistari með þeim(1996, 1968, 1969, 1974, 1976).

{mosimage}
(Don ungur að árum)

Hann hefur verið þrisvar sinnum valin þjálfari ársins(1982-83, 1984-85, 1991-92) sem er met sem hann deilir með Pat Riley. Hann var valinn einn af 10 bestu þjálfurum frá upphafi í NBA árið 1997 þegar NBA-deildin fagnaði 50 ára afmæli.

Fréttir
- Auglýsing -