spot_img
HomeFréttirNBA: NBA deildin settur Yi Jianlian út í kuldann

NBA: NBA deildin settur Yi Jianlian út í kuldann

12:17

{mosimage}

Forráðamenn NBA-deildarinnar finna fyrir miklum áhuga Kínverja á deildarkeppninni enda eru tveir kínverskir landsliðsmenn í aðalhlutverkum hjá tveimur NBA-liðum, Yao Ming hjá Houston Rockets og nýliðinn Yi Jianlian hjá Milwaukee Bucks. Kínverjar eru mjög ósáttir við þá ákvörðun NBA-deildarinnar að setja nafn nýliðans Jianlian ekki á atkvæðaseðilinn á vefsíðu NBA-deildarinnar fyrir Stjörnuleik NBA-deildarinnar.

Jianlian hefði án efa farið beint inn í byrjunarlið Austurstrandarinnar ef nafn hans hefði verið á atkvæðaseðlinum en hann hefur komið verulega á óvart á keppnistímabilinu og skorað 11 stig að meðaltali og tekið um 7 fráköst í leik. Jianlian hefur að undanförnu verið í byrjunarliði Bucks og ýtt Charlie Villanueva til hliðar en þess má geta að nafn Villanueva er á atkvæðaseðlinum fyrir Stjörnuleikinn

.Kínverskir fjölmiðlar gagnrýna forsvarsmenn NBA-deildarinnar og saka þá um heigulshátt. „NBA-deildin hefur ekki kjark til þess að setja nafn Yi Jianlian á atkvæðaseðilinn þar sem styrkur kínverskra áhugamanna er of mikill,“ segir í ritstjórnargrein Titan Sports.

Árið 2003 var Yao Ming nýliði í deildinni og kom það forsvarsmönnum NBA-deildarinnar í opna skjöldu þegar hann var valinn í byrjunarlið Vesturdeildar og ýtti þekktum leikmönnum á borð við Shaquille O'Neal út úr byrjunarliðinu. Ming hefur á hverju ári frá þeim tíma átt fast sæti í byrjunarliði Vesturdeildar en hann fær meirihluta atkvæða sinna frá Kína. Kosningin fer fram á netinu í gegnum vefsíðu NBA-deildarinnar og geta allir kosið eins oft og þeir vilja. Forsvarsmenn NBA hafa enn ekki viljað gefa upp hve mörg atkvæði í valinu á Stjörnuliðinu koma frá Kína.

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -