spot_img
HomeFréttirNBA leikmenn í Evrópu

NBA leikmenn í Evrópu

 Verkbannið sem hefur verið í gildi í NBA deildinni síðan í sumar hefur verið mikil innspýting fyrir evrópskan körfubolta sem hefur fengið til sín mikið af leikmönnum á meðan banninu stendur.  Þar á meðal eru leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk með sínum liðum og leikmenn sem spiluðu aukahlutverk í stjörnuprýddum liðum NBA.  Hér ætlum við að skoða hvaða leikmenn það eru sem hafa kosið að flytja sig um seti á meðan verkbanninu stendur.  Tökum við þá fyrir þrjá leikmenn í hvert sinn og er von á fleiri fréttum á næstu vikum.
Ty Lawson, Zalgiris Kaunas
 
Ty Lawson er leikmaður Denver Nuggest í NBA deildinni en hefur skrifað undir samning við Zalgiris Kaunas frá Litháein um að spila þar á meðan verkbanni stendur.  Lawson var valinn í nýliðavalinu árið 2009 og hefur því spilað tvö tímabil með Denver.  Lawson hefur spilað 19 mínútur að meðaltali í fyrstu þremur leikjum Zalgiris á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla.  Hann hefur skorað 9 stig að meðaltali, gefið 2,3 stoðsendingar og tekið 3,3 fráköst.  Zalgiris tapaði þó fyrsta leiknum í Euroleague gegn CSKA Moscow og metnaður manna á þeim bænum var meiri en svo.  Því var þjálfarinn látinn fara og von er á nýjum manni á næstu dögum. 

Sonny Weems, Zalgiris kaunas

Sonny Weems er liðsfélagi Ty Lawson hjá Zalgiris Kaunas en í NBA deildinni er hann samningsbundinn Toronto Raptors.  Weems og Lawson byrjuðu báðir hjá Denver árið 2009 en Weems var skipt til Toronto eftir aðeins 12 leiki með Denver.  Weems hefur látið mikið til sín taka hjá Zalgiris og verið meðal stigahæstu manna.  Hann hefur skorað 11,3 stig að meðaltali og hirt 5 fráköst í þeim þremur leikjum sem spilaðir hafa verið í deildinni.  Zalgiris keppir í þremur keppnum þetta tímabilið en þeir spila í Litháensku deildinni, VTP United league og Euroleague.  VTP United League er einskonar meistaradeild mið- og austur-evrópu og balkanskaga þar sem 12 lið frá 8 löndum keppa.  

Brian Scalabrine, Benetton Treviso

Brian Scalabrine hefur löngum verið þekktur fyrir einstakt útlit í NBA deildinni þar sem ekki margir jafn yndislega rauðherðir menn hafa spilað.  Scalabrine hefur spilað tíu tímabil í NBA deildinni með New Jersey Nets, Boston Celtics og nú á síðasta tímabili með Chicago Bulls.  Hann hefur unnið NBA titilinn einu sinni með Celtic árið 2008.  Í dag spilar Scalabrine með Benetton Treviso á Ítalíu þar sem hann er með stigahæstu mönnum.  Hann hefur skorað 14 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum liðsins í ítölsku deildinni.  Liðinu hefur þó ekki vegnað eins vel því þeir eru sem stendur í 10.-14. sæti deildarinnar af 17 liðum.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -