Sonny Weems, Zalgiris kaunas
Sonny Weems er liðsfélagi Ty Lawson hjá Zalgiris Kaunas en í NBA deildinni er hann samningsbundinn Toronto Raptors. Weems og Lawson byrjuðu báðir hjá Denver árið 2009 en Weems var skipt til Toronto eftir aðeins 12 leiki með Denver. Weems hefur látið mikið til sín taka hjá Zalgiris og verið meðal stigahæstu manna. Hann hefur skorað 11,3 stig að meðaltali og hirt 5 fráköst í þeim þremur leikjum sem spilaðir hafa verið í deildinni. Zalgiris keppir í þremur keppnum þetta tímabilið en þeir spila í Litháensku deildinni, VTP United league og Euroleague. VTP United League er einskonar meistaradeild mið- og austur-evrópu og balkanskaga þar sem 12 lið frá 8 löndum keppa.
Brian Scalabrine, Benetton Treviso
Brian Scalabrine hefur löngum verið þekktur fyrir einstakt útlit í NBA deildinni þar sem ekki margir jafn yndislega rauðherðir menn hafa spilað. Scalabrine hefur spilað tíu tímabil í NBA deildinni með New Jersey Nets, Boston Celtics og nú á síðasta tímabili með Chicago Bulls. Hann hefur unnið NBA titilinn einu sinni með Celtic árið 2008. Í dag spilar Scalabrine með Benetton Treviso á Ítalíu þar sem hann er með stigahæstu mönnum. Hann hefur skorað 14 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum liðsins í ítölsku deildinni. Liðinu hefur þó ekki vegnað eins vel því þeir eru sem stendur í 10.-14. sæti deildarinnar af 17 liðum.